6.8.2008 | 14:15
Mýrarbolti 2008 uppgjör
Mýrarbolta 2008 er lokið og Glyðrur og Glommarar nokkuð sáttir með sitt. Veður var hið allra besta, sól og hiti og var það mikill munur frá því í fyrra þegar kuldinn og vosbúðin var algjör.
Glommar fóru upp úr riðlinum með 4 stig (unnu einn, eitt jafntefli og töpuðu einum)
Glyðrur fóru líka upp úr rilinum með 4 stig (unnu einn, eitt jafntefli og einn tapaður)
Á sunnudeginum spiluðu Glyðrur í 8 liða úrslitum við efrópumeistara Gleðisveitar Gaulverjahrepps og töpuðu naumlega 0-1 eftir að hafa hafð í fullu tré við þær langt fram í seinni hálfleik. Gleðisveitin fór síðan alla leið og vann mótið fjórða árið í röð.
Glommarar spiluðu í 16 liða úrslitum við Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða og töpuðu mjög naumlega 0-1 en nokkra lykilmenn vantaði í lið Glommara þar á meðal markakóng liðsins sem ekki gat spilað þennan leik. Það fór svo að lokum að strákarnir í Aðskilnaðarsamtökunum unnu mótið nokkuð örugglega.
Sökum skemmtilegheita vorum við svo beðin um að spila góðgerðar/stjörnuleik við Veraldarvini sem við að sjálfsögðu gerðum og var þetta örugglega skemmtilegasti leikurinn á að horfa því að dómari leiksins var óspar á spjöldin. Einhverjir 7 eða 8 þurftu að kyssa á bágtið og 3 eða 4 spiluðu með hauspoka í 2 mínútur. Leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni sem fór í fimm spyrnur á hvort lið áður en dómarinn ákvað að leikurinn skildi enda jafntefli.
Ég held að bæði Glyðrur og Glommarar hafi skemmt sér hið besta alla helgina.
Gló magnaða fyrirliði & ljósmyndafyrirsæta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2008 | 15:49
Mýrarbolti 2008
Þá er að vita hvort við náum í lið.
Einhverjir eru of gamlir, einhverjir eru of óléttir.
Og einhverjir eru með aðrar asnalegri afsakanir.
Held nú samt að við ættum alveg að meika þetta.
Við tökum bara fólk af biðlistanum.
Hverjir ætla að vera með?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2007 | 14:58
LOKAHÓF Glyðru og Glommara
Þá er það ákveðið. Duduru..........
Lokahófið verður 20. október.
Svipað snið og í fyrra, fólk kemur með eitthvað snarl með sér og drykki.
Það má alveg vera með skemmtiatriði.
Eingöngu fyrir félaga - Frítt inn!! -
Gló magnaða mun senda út sms um stað og klukkustund til allra.
Sjáumst!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
5.9.2007 | 23:36
Haha....
Kíkið á þetta myndband af vítakeppninni góðu:
http://skodun.blog.is/blog/skodun/entry/303354/Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 22:55
Snilldar aðalfundur
Haha... hí á ykkur sem ekki mættuð. Frítt fæði og drykkir allt kvöldið og þeir sem mættu enduðu í partíi í húsi þar sem klósettið var í völundarhúsi og allir gestirnir pöntuðu sér prjónabuxur frá Blönduósi.
Gló magnaða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.8.2007 | 22:02
Aðalfundur Mýrarboltans
Aðalfundur Mýrarboltafélags Íslands verður á föstudagskvöldið kl. 21:00 í Edinborg (Og fyrir þá sem ekki vita þá er það staðurinn þar sem lokahófið og ballið var á eftir mýrarboltamótið, svolítið néðar í bænum en Langi Mangi).
Glyðrur og Glommarar fjölmennum og göngum í félagið.
Gló Magnaða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2007 | 20:04
Video ?
Nú er verið að fara yfir það sem tekið var upp um síðustu helgi og það er til svo mikið efni að ég er í vandræðum.
Svanhvít og Rúnar tóku upp 5 leiki á laugardag, 3 glommara og 2 glyðru og svo báða á sunnudag + annað sem var myndað úr camp langa. Ég er búinn að klippa 2 leiki með glommurum og er það þegar orðið 30 min langt með smá aukaefni.
Hvað finnst ykkur að myndbandið megi verða langt (í það mesta)? Á kannski að búa til 2 myndbönd?
Endilega kommenta!
kv Addi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
7.8.2007 | 21:29
Myndir byrjaðar að streyma inn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.8.2007 | 13:46
Mýrarboltinn að baki þetta árið
Frábær helgi og Glyðrur og Glommarar skemmtu sér konunglega. Svolítið kallt var í veðri á laugardag og aðeins of mikill vindur til þess að setja upp almennilegar búðir en við gerðum bara gott út því sem náðist. Glommarar áttu fyrsta leik kl. 10:15 og náðu jafntefli en töpuðu næstu tveimur enda orðnir örmagna af þreytu eftir þrjá leiki í röð án hvíldar. En þeir náðu í 16 liða úrslit með eitt stig.
Glyðrur fengu meiri hvíld á milli leikja og gerðu jafntefli í fyrsta leik, töpuðu næsta leik naumt og drullu-töpuðu svo leik þrjú 5-0 fyrir atvinnumannaliði Gaulverjabæjar. Fjórða leik fengu Glyðrurnar svo gefins 3-0 og enduðu með 4 stig og komust í 8 liða úrslit.
Glyðrurnar mættu í brúðarkjólum í úrslitin á sunnudeginum og spilu við Gleðikonur og töpuðu 2-0 og er það nú bara vel sloppið miðað við að Gleðikonur höfðu malað alla sína leiki á laugardeginum.
Svo var komið að skemmtilegasta leik mótsinns, Glommar og FC Kareoki, snilldar leikur og hörku spennandi. 4 Glyðrur komu inná í leiknum og stóðu sig vel en máttu sín lítils í baráttunni við The Codfather sem stóð af sér allar atlögur okkar liðs. En leikurinn endaði 0-0 og fór í vítaspyrnu keppni sem endaði 2-1 fyrir Kareoki. Stefán skroraði okkar mark við gífurlegan fögnuð á öllu svæðinu og er hann markakóngurinn þetta árið.
Meira seinna!!
Gló "skemmtilega" magnaða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mikilvægir tenglar
Það sem skiptir máli
- Páll Önundarson
- Mýrarboltinn á Ísafirði Það sem málið snýst um
- Langi Mangi ehf. Kaffihúsið þar sem hlutirnir gerast
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 905
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar