Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
31.7.2007 | 12:54
Glyðrusaumaklúbbur
Glyðrurnar koma saman í dag heima hjá eiganda liðsins kl. 17:00 og hefja saumaskap.
Glyðrur allra landa sameinist því margar hendur vinna létt verk.
Allir Glommarar eru að sjálfsögðu velkomnir líka.
Nefndin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.7.2007 | 22:17
Nýr leikmaður
Nánar síðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2007 | 10:27
Nýjustu fréttir
Komið hefur í ljós að það er ekkert takmark á fjölda keppenda í hverju liði þannig að allir geta sótt um að vera í liðum Glyðru og Glommara á skraning.is svo kemur í ljós hvort fólki verður hafnað eða ekki. múahahahah.......
Minnum á gleðigjald liðanna sem er 2500 endilega að greiða það, helst í gær. Það á að dekka búninga og eitthvað af drykk og æti í okkar búðum (Camp-Langa).
Saumaskapur mun hefjast um leið og efnin berast okkur en þau eru föst í borg óttans. Ef einhver veit um ferð vestur með örlitlu aukaplássi fyrir smá teygjur og tvinna, þá er sá hinn sami beðinn um að láta glyðrurnar Hjördísi eða Eygló vita hið snarasta.
Kv. Gló Magnaða
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.7.2007 | 14:48
2. fundur
Í gærkvöld var haldinn annar fundur vegna mýrarboltaundirbúnings. Það voru ekki mjög margir sem mættu, og þykir okkur það leitt, en þeir sem mættu unnu vel.
Mættir voru:
1. Eygló
2. Hjördís
3. Guðrún
4. Margrét Lára
5. Öddi
6. Íris
Unnið var að uppsetningu liðanna og má segja að kvennaliðið sé orðið fullskipað. Einhver pláss gætu verið laus í karlaliðinu og mun það koma í ljós á næstu dögum hvernig þau verða fyllt. Einhverjar mannabreytingar hafa orðið og verða þær kynntar síðar. Við viljum benda á að enn eru lausar stöður innan búðanna, s.s. staða þvottakonu, klappstýra o.fl.
Ákveðið var að liðsgjaldið verði 2500 kr. á hvern þátttakanda (hvort sem hann er spilandi leikmaður eða hefur aðra stöðu innan búðanna) og er æskilegt að fólk greiði sem fyrst þar sem líður að stórvægilegum útgjöldum. Eygló er gjaldkeri og er hægt að koma greiðslum til hennar. Íris getur einnig tekið við greiðslum á Langa Manga þegar hún er á vakt. Tekið skal fram að 2500 kr. liðsgjaldið er algjörlega óviðkomandi gjaldinu inn á Mýrarboltann sjálfan. Verði afgangur af liðsgjaldinu þá verður að sjálfsögðu haldin uppskeruhátíð eins og í fyrra.
Hver og einn leikmaður fær aðgangsorð að þessari heimasíðu þegar liðsgjaldið hefur verið greitt og getur þá bloggað sjálfur um undirbúninginn fyrir mótið og eigin tilhlökkun, eða komið nytsamlegum ábendingum til liðsfélaga sinna og annarra.
Stranglega bannað verður þó að uppljóstra liðsleyndarmálum! Gerist slíkt og þvílíkt verður það fjarlægt af síðunni og viðkomandi flengdur með blautu handklæði og látinn borða 7 keppi af blóðmör.
Leiter teiter!
RockSock
Tip dagsins: Áttu enga gamla og ljóta skó til að eyðileggja í mýrarboltanum? Hvernig væri að útvega eina slíka?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2007 | 23:58
Toppmynd og nýjar myndir
Var að setja inn nýjar myndir og líka toppmynd.
Kv. The Man
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.7.2007 | 19:34
Áfram nú!
Jæja gott fólk, nú skal hefjast undirbúningur Glyðra og Glommara fyrir Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta 2007, sem haldið verður á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Undirbúningur hefur reyndar þegar hafist og hefur hingað til verið í höndum nokkurra frábærra Glyðra (þ.e. þeirra sem mættu á fyrsta auglýsta fundinn) en vonandi geta fleiri bæst í hópinn því margar hendur vinna létt verk. Annar fundur verður haldinn á Langa Manga í kvöld kl. 21:00 og vonandi sjá fleiri sér fært að mæta þá.
Fundarboð eru send út í sms skeytum til skráðra félaga. Sé einhver að gleymast eða einhver nýr bæst í hópinn er hægt að senda tölvupóst á netfangið glydruglomm@visir.is þar sem tilgreint er nafn og símanúmer félaga og verður viðkomandi þá bætt á sms listann.
Á næstu dögum mun verða sett inn talsvert af efni á heimasíðuna, m.a. myndir frá mótinu í fyrra og myndir af undirbúningi Glyðra og Glommara fyrir mótið í ár. Auðvitað verður svo bloggað um allar þær helstu fréttir sem hægt er að upplýsa, en auðvitað verður að vera eitthvað leyndó!
Glyðrur og Glommarar - lið fastakúnna, starfsmanna og annarra velunnara Langa Manga ehf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Mikilvægir tenglar
Það sem skiptir máli
- Páll Önundarson
- Mýrarboltinn á Ísafirði Það sem málið snýst um
- Langi Mangi ehf. Kaffihúsið þar sem hlutirnir gerast
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 905
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar