6.8.2008 | 14:15
Mýrarbolti 2008 uppgjör
Mýrarbolta 2008 er lokið og Glyðrur og Glommarar nokkuð sáttir með sitt. Veður var hið allra besta, sól og hiti og var það mikill munur frá því í fyrra þegar kuldinn og vosbúðin var algjör.
Glommar fóru upp úr riðlinum með 4 stig (unnu einn, eitt jafntefli og töpuðu einum)
Glyðrur fóru líka upp úr rilinum með 4 stig (unnu einn, eitt jafntefli og einn tapaður)
Á sunnudeginum spiluðu Glyðrur í 8 liða úrslitum við efrópumeistara Gleðisveitar Gaulverjahrepps og töpuðu naumlega 0-1 eftir að hafa hafð í fullu tré við þær langt fram í seinni hálfleik. Gleðisveitin fór síðan alla leið og vann mótið fjórða árið í röð.
Glommarar spiluðu í 16 liða úrslitum við Aðskilnaðarsamtök Vestfjarða og töpuðu mjög naumlega 0-1 en nokkra lykilmenn vantaði í lið Glommara þar á meðal markakóng liðsins sem ekki gat spilað þennan leik. Það fór svo að lokum að strákarnir í Aðskilnaðarsamtökunum unnu mótið nokkuð örugglega.
Sökum skemmtilegheita vorum við svo beðin um að spila góðgerðar/stjörnuleik við Veraldarvini sem við að sjálfsögðu gerðum og var þetta örugglega skemmtilegasti leikurinn á að horfa því að dómari leiksins var óspar á spjöldin. Einhverjir 7 eða 8 þurftu að kyssa á bágtið og 3 eða 4 spiluðu með hauspoka í 2 mínútur. Leikurinn endaði í vítaspyrnukeppni sem fór í fimm spyrnur á hvort lið áður en dómarinn ákvað að leikurinn skildi enda jafntefli.
Ég held að bæði Glyðrur og Glommarar hafi skemmt sér hið besta alla helgina.
Gló magnaða fyrirliði & ljósmyndafyrirsæta
Tenglar
Mikilvægir tenglar
Það sem skiptir máli
- Páll Önundarson
- Mýrarboltinn á Ísafirði Það sem málið snýst um
- Langi Mangi ehf. Kaffihúsið þar sem hlutirnir gerast
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.