Leita í fréttum mbl.is

Video ?

Nú er verið að fara yfir það sem tekið var upp um síðustu helgi og það er til svo mikið efni að ég er í vandræðum.

Svanhvít og Rúnar tóku upp 5 leiki á laugardag, 3 glommara og 2 glyðru og svo báða á sunnudag + annað sem var myndað úr camp langa. Ég er búinn að klippa 2 leiki með glommurum og er það þegar orðið 30 min langt með smá aukaefni.

Hvað finnst ykkur að myndbandið megi verða langt (í það mesta)? Á kannski að búa til 2 myndbönd?

Endilega kommenta!

kv Addi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stelpubandið 5 mínútur. Úrslitaleikur strákanna allur + vítaspyrnukeppnin þá má sjá þegar Þórarinn ryðst upp völlinn og ryður glommurum hægri vinstri,a.m.k. 4 duttu, missir loks boltann og kallar :Skipti ! og röltir útaf. ... ha ha ha ..

Tvö myndbönd...

ps. Er hægt að setja þetta á netið ?

amma (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 20:17

2 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Mér er alveg sama hversu langt myndbandið verður en mér finnst eðlilegt að ég leiki þar einhverja rullu.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 11.8.2007 kl. 20:46

3 identicon

Hafðu ekki áhyggjur Guðrún mín, þú ert svo gömul að þú festist ekki á filmu. =oP

RockSock (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 23:33

4 identicon

Heyrðu nú mig frú Rocksock, ég nefndi hvergi að ég þyrfti að sjást þessar 5 mínútur, það var gamla konan hún Matthildur !

Vinsamlegast berið virðingu fyrir hinum eldri..

amma (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 17:13

5 Smámynd: Arnaldur

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur Guðrún það er ég sem er að klippa þetta ekki Hjördís, en ég á eftir að skoða 2 spólur svo að það er aldrei að vita nema að það komi flott myndbrot af þér kannski 2.

Arnaldur, 12.8.2007 kl. 17:39

6 identicon

Ég var ekki að biðja um myndskeið af mér.... það var Matthildur . Ég þarf ekki að sjást og helst ekki að heyrast heldur. En þá vandast víst málið... sígjammandi og tuðandi... alla leiki Áskil mér rétt sem næstelsti leikmaður liðsins, ( skemmtilegasti leikmaðurinn er eldri) að ritskoða myndbandið fyrir birtingu... Þar sem ég gæti átt eftir að fara í forsetaframboð síðar á ævinni og þá er erfitt að vera með niðurlægjandi minningar á bakinu.

amma (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 18:16

7 Smámynd: Arnaldur

Síðar á ævinni? Ertu ekki alltaf að segja að þú sért svo gömul!

Arnaldur, 12.8.2007 kl. 19:10

8 identicon

Veistu ekki hver meðalaldur forsetanna er .... Er að bíða eftir að komast á þann aldur. Og þá skaltu nú bera virðingu fyrir mér, það er að segja þér eldri og reyndari og stundum þreyttari konu, drengur.

amma (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 19:47

9 Smámynd: Arnaldur

Já, já ok, amma forseti.

Arnaldur, 12.8.2007 kl. 20:05

10 identicon

Ætla ekki fleiri að kommenta ? Og ekki má heldur gleyma atriðinu þar sem Snorri undirbýr sig fyrir vítaspyrnuna og Biggi kallar hann tilbaka en Snorri segist vera "rosalega góður! og tók spyrnuna og .....klikkaði !

og amma aftur (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 20:30

11 Smámynd: Arnaldur

Er að byrja að skoða leikinn við englana.

Arnaldur, 12.8.2007 kl. 20:45

12 Smámynd: Arnaldur

Hvað er hæfilegur tími fyrir myndbandið

50 mín eða 2x 25 mín

60 mín eða 2x 30 mín

70 mín eða 2x 35 mín

þegar ég verð búinn að klippa englaleikinn þá er myndbandið orðið um 40 mín Þá er bara eftir að klippa 2 glyðru leiki + annað, bandið verður kannski 50 till 60 mín með aukaefni en þá er besta efnið eftir, verð ég ekki að stytta þetta eða er þetta í lagi svona langt.

Arnaldur, 13.8.2007 kl. 00:43

13 identicon

Arnaldur minn ertu að spá í að gefa út heimildarmynd ......... Við getum náttúrulega reynt að hagnast á framtakinu og gefa myndbandið út hehehe.

Óbeisluð fegurð hvað .................. Glyðrur og Glommarar rokka!!

Ég held að það skipti engu máli hversu langt þú hefur myndbandið við munum koma til með að horfa á það allt málið er hvað nennir þú að föndra lengi við þetta.

Curly (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 20:57

14 Smámynd: Arnaldur

Nei ekki alveg heimildarmynd. Myndbandið sem var gert í fyrra var 25 mín, þá sögðu sumir að það væri í það lengsta en núna er miklu meira efni til svo að það mun sennilega enda í 60 mín sem verður kannski hægt að stytta hér og þar það fer eftir því hver mun horfa á það með mér og segja hvað vantar, hvað á að klippa burt, vantar texta eða tónlist. Svo má örugglega klippa það í sundur í 2 video.

Arnaldur, 13.8.2007 kl. 21:51

15 Smámynd: Arnaldur

Kannski ég geri 2 video, Laugardags og Sunnudags video, hvernig væri það

Arnaldur, 13.8.2007 kl. 22:32

16 Smámynd: Gló Magnaða

Mér finnst að þetta megi alveg vera tvö. Sitt hvor dagurinn er sniðugt

í fyrra var þetta eiginlega bara einn leikur.  Og einhver ástaratlot...

Gló Magnaða, 14.8.2007 kl. 15:48

17 Smámynd: Linda Pé

Ástaratlot ?  Hver var það í fyrra? ... man ekki :-)

Linda Pé, 15.8.2007 kl. 11:07

18 Smámynd: Gló Magnaða

Var það ekki "I will always love you" lagið (eða eitthvað álíka) við tvo glommara vafða í teppi.

Gló Magnaða, 15.8.2007 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Glyðrur og Glommarar
Glyðrur og Glommarar
Glyðrur og Glommarar eru karla- og kvennalið sem eru fulltrúar Langa Manga ehf. í Mýrarboltanum á Ísafirði.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband