18.7.2007 | 14:48
2. fundur
Í gærkvöld var haldinn annar fundur vegna mýrarboltaundirbúnings. Það voru ekki mjög margir sem mættu, og þykir okkur það leitt, en þeir sem mættu unnu vel.
Mættir voru:
1. Eygló
2. Hjördís
3. Guðrún
4. Margrét Lára
5. Öddi
6. Íris
Unnið var að uppsetningu liðanna og má segja að kvennaliðið sé orðið fullskipað. Einhver pláss gætu verið laus í karlaliðinu og mun það koma í ljós á næstu dögum hvernig þau verða fyllt. Einhverjar mannabreytingar hafa orðið og verða þær kynntar síðar. Við viljum benda á að enn eru lausar stöður innan búðanna, s.s. staða þvottakonu, klappstýra o.fl.
Ákveðið var að liðsgjaldið verði 2500 kr. á hvern þátttakanda (hvort sem hann er spilandi leikmaður eða hefur aðra stöðu innan búðanna) og er æskilegt að fólk greiði sem fyrst þar sem líður að stórvægilegum útgjöldum. Eygló er gjaldkeri og er hægt að koma greiðslum til hennar. Íris getur einnig tekið við greiðslum á Langa Manga þegar hún er á vakt. Tekið skal fram að 2500 kr. liðsgjaldið er algjörlega óviðkomandi gjaldinu inn á Mýrarboltann sjálfan. Verði afgangur af liðsgjaldinu þá verður að sjálfsögðu haldin uppskeruhátíð eins og í fyrra.
Hver og einn leikmaður fær aðgangsorð að þessari heimasíðu þegar liðsgjaldið hefur verið greitt og getur þá bloggað sjálfur um undirbúninginn fyrir mótið og eigin tilhlökkun, eða komið nytsamlegum ábendingum til liðsfélaga sinna og annarra.
Stranglega bannað verður þó að uppljóstra liðsleyndarmálum! Gerist slíkt og þvílíkt verður það fjarlægt af síðunni og viðkomandi flengdur með blautu handklæði og látinn borða 7 keppi af blóðmör.
Leiter teiter!
RockSock
Tip dagsins: Áttu enga gamla og ljóta skó til að eyðileggja í mýrarboltanum? Hvernig væri að útvega eina slíka?
Tenglar
Mikilvægir tenglar
Það sem skiptir máli
- Páll Önundarson
- Mýrarboltinn á Ísafirði Það sem málið snýst um
- Langi Mangi ehf. Kaffihúsið þar sem hlutirnir gerast
Bloggvinir
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 905
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
BAHAHAHAHAHA 7KEPPI AF BLÓÐMÖR!!!
Hlakka mikið til! Mun borga liðsgjaldið fyrir mig og Guðný Höllu eigi seinna en á morgun :)
Magga (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 19:42
Ef brussur eru margar sem vilja í liðið, og losna þarf við dragbíta, get eg tekið að mér búðarstjórahlutverkið eða þvottakonustarfið eða dómaramútuþegadjobbið eða hliðarlínuöskurapahlutverkið, eða bara verið Guðjón Þórðarson þjálfari. Það verður að koma eitt stykki mark á þessu móti frá Glyðrunum. Tek ekki annað í mál.
Guðrún (IP-tala skráð) 20.7.2007 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.