Leita í fréttum mbl.is

Áfram nú!

Jæja gott fólk, nú skal hefjast undirbúningur Glyðra og Glommara fyrir Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta 2007, sem haldið verður á Ísafirði um verslunarmannahelgina. Undirbúningur hefur reyndar þegar hafist og hefur hingað til verið í höndum nokkurra frábærra Glyðra (þ.e. þeirra sem mættu á fyrsta auglýsta fundinn) en vonandi geta fleiri bæst í hópinn því margar hendur vinna létt verk. Annar fundur verður haldinn á Langa Manga í kvöld kl. 21:00 og vonandi sjá fleiri sér fært að mæta þá.

Fundarboð eru send út í sms skeytum til skráðra félaga. Sé einhver að gleymast eða einhver nýr bæst í hópinn er hægt að senda tölvupóst á netfangið glydruglomm@visir.is þar sem tilgreint er nafn og símanúmer félaga og verður viðkomandi þá bætt á sms listann.

Á næstu dögum mun verða sett inn talsvert af efni á heimasíðuna, m.a. myndir frá mótinu í fyrra og myndir af undirbúningi Glyðra og Glommara fyrir mótið í ár. Auðvitað verður svo bloggað um allar þær helstu fréttir sem hægt er að upplýsa, en auðvitað verður að vera eitthvað leyndó!

Glyðrur og Glommarar - lið fastakúnna, starfsmanna og annarra velunnara Langa Manga ehf.


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Glyðrur og Glommarar
Glyðrur og Glommarar
Glyðrur og Glommarar eru karla- og kvennalið sem eru fulltrúar Langa Manga ehf. í Mýrarboltanum á Ísafirði.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband